Language
 • International
 • Svenska
 • Norsk
 • Suomi
 • Finlandssvenska
 • Dansk
 • Deutsch
 • Íslensk
 • Eesti keel
 • Latviešu valoda
 • Lietuvių
CAB
Opið
Loka
$businessArea

CAB Plan

Algjör yfirsýn í gegnum allt viðgerðarferlið, jafnara vinnuflæði og minni umsýsla. CAB Plan er öflugur og snjall stafrænn vettvangur sem tekur viðgerðarverkstæðið þitt á næsta stig.

Bókaðu og tímasettu viðgerðir á tjóni sjálfkrafa eða handvirkt

Tengdu rétta aðila við réttu verkin

SMS áminningar til viðskiptavina þinna

Merktu byrjun og vinnulok á vinnuskrefunum þínum á auðveldan hátt

Leyfðu viðskiptavininum að fylgjast með tjónaviðgerðinni

Þetta er CAB Plan

CAB Plan er áræðanlegt og algjörlega stafrænt skipulagskerfi sem tekur heildstæða nálgun á viðgerðarferlið. Þetta verkfæri samanstendur af fjölda aðgerða sem eru þróaðar til að auka framleiðni með því að hámarka flæðið og gera vinnuna jafnari. Í einu og sama forritinu færðu þau verkfæri sem þú þarft við bókun, skipulagningu og samskipti.

Niðurstaðan er betri skilvirkni, aukin arðsemi og - ekki síst - ánægðari viðskiptavinir.

Nokkrir kostir CAB Plan

 • Bóka og skipuleggja viðgerðir Verkefnum og aðgerðum er dreift - sjálfkrafa eða handvirkt - til teyma eða til þess tæknimanns sem hentar best í starfið.
 • Samskipti við viðskiptavini
  SMS tilkynningar eru sendar út handvirkt eða sjálfkrafa til viðskiptavina til að halda þeim upplýstum um tíma til að skila eftir og sækja ökutæki.
 • Farsímalausn fyrir tímaskráningu Einfalt viðmót þar sem tæknimenn skrá störfin, taka myndir af tjóninu og skilja eftir skilaboð úr farsímanum sínum.
 • Sjónrænt yfirlit
  Rauntímastaða hvers ökutækis í verkflæðinu. Truflanir og frávik frá upprunalegri skráningu eru sýnileg með litakóðum og merkingum.
 • Pappírslaust gæðaeftirlit
  Með því að nota gátlista tengda hverri viðgerð geta starfsmenn verkstæðisins samþykkt hvert verkskref með stafrænum hætti og einnig gert endanlegt samþykki fyrir alla viðgerðina.
 • Viðgerðarstaða á netinu
  Viðskiptavinir þínir geta auðveldlega fylgst með tjónaviðgerðum sínum í gegnum farsíma eða spjaldtölvu. Þetta dregur úr fjölda innhringinga á verkstæðið og þú færð tíma til að vinna í réttu hlutunum.
 • Sérsniðið að þínum þörfum
  CAB Plan er sveigjanlegt kerfi sem hægt er að aðlaga fyrir hvert verkstæði og einstaka notanda. Einnig er mögulegt fyrir viðskiptavini og samstarfsaðila að panta tjónaskoðun beint í bókunardagatali verkstæðisins.

 • Samþætting við ytri kerfi
  Kerfið er hægt að samþætta með öðrum kerfum sem innihalda utanaðkomandi birgja þannig að þú getur auðveldlega fengið yfirsýn yfir allt viðgerðarflæðið.

Eftirfarandi er hluti af CAB Plan

Skiptur framleiðslutími

Framleiðslutímabil gefa möguleika á vandaðri bókun og skipulagningu með því að deila framleiðslutímanum.

Með framleiðslutímabilum er hægt að skipta bókanlegum tíma á dag í allt að 16 framleiðslutímabil. Þannig er hægt að stytta heildarafgreiðslutíma viðgerðarinnar.

Samskipti við viðskiptavininn

Með SMS ferlinu getur tjónaverkstæðið auðveldlega átt samskipti við viðskiptavini sína.

Þú velur hvenær þú vilt senda SMS áminningu, til dæmis hvenær á að skila bílnum í tjónaskoðun eða viðgerð og hvenær á að sækja bílinn eftir viðgerð.

Hægt er að senda áminningarnar sjálfkrafa miðað við bókunardagsetningu eða handvirkt, þegar þú vilt. Þegar áminningar eru sendar handvirkt er hægt að velja hversu mörgum dögum fyrirfram á að senda þær.

Viðgerðarstaða fyrir viðskiptavininn

Með Stöðu Viðgerðar á Netinu geta viðskiptavinir þínir auðveldlega fylgst með tjónaviðgerðum sínum í gegnum farsíma eða spjaldtölvu.

Viðskiptavinurinn fær örugga og skýra yfirsýn yfir hvar ökutækið er í viðgerðarferlinu. Verkstæðið fær færri símtöl til að svara og geta starfsmenn þess í stað einbeitt sér að viðgerðinni.

Með þjónustunni gefst verkstæðinu kostur á að senda SMS beint til viðskiptavinarins. Viðskiptavinur getur í gegnum SMS hlekk auðveldlega fylgst með stöðu viðgerðar, fengið upplýsingar um fyrirhuguð verklok og séð tengiliðaupplýsingar fyrir verkstæðið.

Rétt hæfni og búnaður

Með þjónustunni Verkstýring er hægt að tengja rétta manneskju við rétta starfið og búnaðinn.

Í CAB Plan er hægt að setja upp verkfæri og búnað eins og réttingarbekki og AC búnað og síðan í gegnum Verkstýring tengja verkfærin við einn eða fleiri starfsmenn með rétta hæfni.

Einnig er hægt að tengja sérfræðiþekkingu á tiltekinni gerð ökutækja við tiltekinn tæknimann. Ef skipulögð eru verk fyrir tæknimenn sem skortir nauðsynlega kunnáttu færðu viðvörun. Þetta dregur úr hættu á göllum í gæðum í viðgerðarferlinu og tvöfaldri bókun á verkfærum.

Merktu vinnuskrefin þín sem “byrjuð” og “lokið”

CAB Plan Repair, áður CAB Time tracker, er nútímalegt og uppfært vefforrit til að skrá stöðu starfa og upplýsingar um viðgerðir.

Með tímastimplun geturðu á fljótlegan og auðveldan hátt merkt fyrirhuguð skrefin þínum með “byrjað” og “lokið” - beint á vefnum. Til að fá enn betri stjórn á vinnunni sem þú vinnur í raun og veru geturðu líka skrifað minnispunkta og tekið myndir.

Í nýja viðmótinu færðu einnig:

 • Einfaldara og skýrara viðmót með færri smellum til að finna upplýsingar og nota eiginleika.
 • Betri og auðveldari myndstjórnun.
 • Hraðari uppfærsla á eiginleikum og útliti.
 • Meiri virkni eins og stjórnun gátlista.

Forritið krefst nettengingar og er samhæft með Edge, Safari og Chrome vafrana.

Viðbótarþjónusta

CAB Damage Inspection Booking

Í gegnum CAB Tjónaskoðunarbókun getur bíleigandi sjálfur pantað tíma í tjónaskoðun. Þegar bókunin er gerð er hún svo skráð beint í CAB Plan.

CAB Overview

Veflausn sem auðveldar fleirum í fyrirtækinu þínu að fá upplýsingar um stöðu ökutækis án þess að skrá sig inn á CAB Plan.

CAB Gátt fyrir lykiltölur

CAB vefgáttin inniheldur ýmsar mismunandi lykiltölur til að fylgjast með fyrirtækinu þínu, sem hjálpa þér að ná settum markmiðum.

Verðskrá og pöntun


CAB Plan

Vörur

Verð

Árlegt leyfisgjald pr verkstæði

82 941 ISK


Bókun á tjónamati

Viðskipti

Verð

Innri bókun vegna tjónamats, í tjónaskoðun

0 ISK

Ytri bókun frá tryggingarfélagi, í tjónaskoðun

166,60 ISK


Bókanir viðgerða

Tegund verkstæðis

Verð á bókun

Verkstæði með réttingu og málun

520,25 ISK

Verkstæði sem er aðeins með réttingu

417,02 ISK

Verkstæði sem er aðeins með málun

278,01 ISK

Utanaðkomandi bókanir frá öðru verkstæði (öll verkstæði)

278,01 ISK


Önnur þjónusta

Viðskipti

Verð á SMS

SMS-Áminning 1-500 st

0 ISK

SMS-Áminning 501- st

14,31 ISK

Viðskiptaverð með magnafslætti

Verðið (kr / bókun) breytist eftir afsláttarstiganum eftir fjölda bókana á árinu. Afslátturinn er endurstilltur um áramótin.

Fjöldi bókaðra viðgerða:Verkstæði:
Rétting og málun:
Verkstæði
Rétting:
Verkstæði
Málun:
1-1000520,25 ISK417,02 ISK278,01 ISK
1001-2000417,02 ISK333,20 ISK278,01 ISK
2001-3000312,76 ISK249,39 ISK278,01 ISK
3001-249,39 ISK249,39 ISK278,01 ISK


Meginreglur um verðlagningu og kostnað við útreikning

 • Viðgerðar bókun sem gerð er án CABAS áætlunar hefur sama verð og bókun með CABAS áætlun (ATH: skráning hefst við aðgerðirnar: reikna og/eða vista).
 • Bókun sem er eytt eftir skráningu telur sem skráð bókun, öll skráning sem gerð er á áður skráð
  skráningarnúmer telur með fyrstu skráningu innan 90 daga frá fyrstu skráningu.
 • Námskeið og aðstoð við innleiðingu CAB Plan í upphafi (ISK/pr notenda 72.000-)
 • Innifalin þjónusta fyrir notendur CAB Plan er aðstoð við uppsetningu og innleiðingu CAB Plan í upphafi og á síðari stigum er almenn þjónusta vegna bilana eða uppfærslu í kerfinu og einfaldari leiðbeininga um notkun CAB Plan kerfissins.

Öll verð eru án VSK og gilda fyrir árið 2024.

© Copyright 2024 CAB Group